Viltu vera memm?

  • Mosfellsbær
  • Mosfellsbær, Ísland
  • 17/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Kennsla Stjórnendur Umönnun og aðstoð

Um starfið

Leikskólar í Mosfellsbæ auglýsa eftir fólki

Leikskólarnir: Hlaðhamrar, Hlíð, Hulduberg, Reykjakot, Leirvogstunguskóli, Krikaskóli, Höfðaberg og Helgafellsskóli auglýsa eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Leikskólakennarar
Leikskólarnir: Hlaðhamrar, Hlíð, Hulduberg, Reykjakot, Leirvogstunguskóli, Krikaskóli Höfðaberg og Helgafellsskóli auglýsa eftir leikskólakennurum frá og með 1. ágúst 2019.

Megin verkefni:
Vinna að uppeldi og menntun barnanna og taka þátt
í öðru faglegu starfi innan leikskólans.

Deildarstjórar
Hlaðhamrar, Leirvogstunguskóli, Reykjakot, Hulduberg og Helgafellsskóli auglýsa eftir deildarstjórum frá og með 1. ágúst 2019.

Megin verkefni
Vinna að uppeldi og menntun barnanna og skipuleggja faglegt starf deildarinnar. Deildarstjóri skipuleggur og stjórnar starfi deildarinnar og er hluti af stjórnunarteymis leikskólans.

Sérkennslustjórar
Helgafellskóli og Höfðaberg auglýsa eftir sérkennslustjórum frá og með 1. ágúst 2019. Megin verkefni
Umsjón með sérkennslu í leikskólum ásamt því að annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla.

Menntun og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf leikskólakennara
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslensku kunnátta
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti

Ef ekki tekst að ráða leikskólakennara til starfa kemur til greina fólk með aðra menntun og reynslu.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef Mosfellsbæjar www.mos.is/storf og á heimasíðum leikskólanna.

Sækja skal um öll störf á ráðningarvef Mosfellsbæjar.

Frekari upplýsingar veita leikskólastjórar viðkomandi leikskóla.