Bókasafns- og upplýsingafræðingur á Þjónustu- og miðlunarsvið 

  • Landsbókasafn Íslands
  • Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Reykjavík, Ísland
  • 17/05/2019
Fullt starf Sérfræðingar Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt starf á Þjónustu- og miðlunarsviði. Um fullt starf í dagvinnu er að ræða. 

Þjónustu- og miðlunarsvið ber ábyrgð á þjónustu við notendur, miðlun safnkosts og samskiptum við Háskóla Íslands. Meginverkefni eru útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta, fræðsla og kynningar, umsjón með ritakosti og lesrýmum á 3. og 4. hæð, námsbókasafn, varðveislusöfnin Skemman og Opin vísindi og Landsaðgangur að rafrænum gögnum. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Notendafræðsla, kynningar og kennsla
- Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga 
- Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleitir 
- Vaktir í upplýsinga- og þjónustuborði safnsins
- Þátttaka í mótun og þróun upplýsingaþjónustu safnsins 

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af notendafræðslu eða kennslu er kostur
- Áhugi á rafrænum upplýsingum og vilji til að fylgjast með nýjungum á því sviði
- Góð tölvufærni og tungumálakunnátta (íslenska, enska) 
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. 

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Tryggvadóttir - gudrunt@landsbokasafn.is - 525 5731