SKÓLAÞJÓNUSTA RANGÁRVALLAOG VESTUR – SKAFTAFELLSSÝSLU, AUGLÝSIR EFTIRFARANDI STÖRF LAUS TIL UMSÓKNAR

  • Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýsla
  • Hvolsvöllur, Ísland
  • 17/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Kennsla Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Stöðu forstöðumanns skólaþjónustunnar sem auk stjórnunar stofnunarinnar, sinnir einnig að hluta sérkennsluráðgjöf í grunnskólum á svæðinu. Krafist er menntunar í sérkennslufræðum auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu á sviði kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar og kennsluráðgjafar í grunnskólum er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda á því skólastigi. Um er að ræða 100% starf.

Stöðu kennsluráðgjafa í grunnskólum.

Leitað er að ráðgjafa í sérkennslu og almennri kennslu. Krafist er menntunar á sviði sérkennslu auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu af kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Reynsla af kennsluráðgjöf er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda í grunnskólum. Um er að ræða 70 - 100% starf.

Skólaþjónustan veitir tíu leik- og grunnskólum á svæðinu lögbundna sérfræðiþjónustu. Við stofnunina starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af forstöðumanni, kennsluráðgjafa, leikskólaráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og sálfræðingi. Sérfræðingar skólaþjónustunnar eiga í nánu og góðu samstarfi við starfsfólk félagsþjónustunnar með heildarhagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi.

Leitað er að áhugasömum og jákvæðum einstaklingum sem búa yfir afbragðsgóðri samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum
og sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands vegna starfsmanna á skólaskrifstofum.

Umsóknarfrestur er til 15. júní nk., en gert er ráð fyrir að ráða í störfin frá og með 1. ágúst. Umsóknir ásamt námsog starfsferilsskrám berist á netfangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðumanns, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

Nánari upplýsingar veitir Edda í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 862-7522.