Sérfræðingur við verkefnið Skólar á grænni grein

  • Landvernd
  • 17/05/2019
Hlutastarf Sérfræðingar

Um starfið

Landvernd óskar eftir að ráða sérfræðing við verkefnið Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefnið.

Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í hátt í 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi.

Um er að ræða 75% stöðu frá 1. september 2019 með möguleika á aukningu á árinu 2020.

Ítarlegri upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Landverndar, landvernd.is.

Umsókn og frestur

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinagerð þar sem ástæða umsóknar eru útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu er lýst ásamt upplýsingum um tvo meðmælendur. Umsóknir skulu sendar á caitlin@landvernd.is merktar „Grænfánaumsókn“.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019

Nánari upplýsingar veitir Katrín Magnúsdóttir verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, katrin@landvernd.is, s. 552-5242