Þúsundþjalasmiður

  • Gerði Guesthouse
  • Höfn, Ísland
  • 24/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Sumarstarf / framtíðarstarf í Suðursveit

Fjölbreytt verkefni í Suðursveit fyrir fjölhæfan einstakling og/eða pör!

Gistiheimilin Reynivellir og Gerði ásamt Blue Iceland – Ice Caving and Hiking, sem öll eru starfrækt í Suðursveit (sveitarfélagið Hornafjörður), auglýsa eftir fjölhæfum og laghentum einstakling til fjölbreyttra verkefna í sumar með möguleika á framtíðarstarfi.

Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið og eru reynsluboltar á besta aldri sérstaklega velkomnir.

Um er að ræða verkefni tengd daglegum rekstri gistiheimilanna og almennri umsjón með húsnæði og lóð ásamt tilfallandi bústörfum -

Kostur ef viðkomandi býr yfir kunnáttu í bílaviðgerðum og er með meirapróf.

Verkefnin gætu hentað fyrir par í fulla vinnu eða hlutastarf.

Húsnæði er í boði á svæðinu.

Upplýsingar veitir Björn Borgþór Þorbergsson í síma 846-0641.

Umsóknir sendist á netfangið bjornthor@gerdi.is