Sjúkraliði/ félagsliði í samfélagsgeðteymi

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 12/06/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Samfélagsgeðgeymi geðsviðs auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi starf fyrir áhugasaman sjúkraliða eða félagsliða. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 15. nóvember 2019.

Megin verkefni samfélagsgeðteymis er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir og aðstandendum þeirra fjölfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og aðstoðar fólk við að rjúfa félagslega einangrun og hvetur til virkar þátttöku og ábyrgðrar á eigin bata.

Við viljum ráða sjúkraliða eða félagsliða með góða færni í samskiptum, skapandi hugsun og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Virk þátttaka í fjölfaglegri þjónustu og meðferð skjólstæðinga teymis
» Málastjórnun og þverfaglegt samstarf
» Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
» Ýmis fjölþætt verkefni og þátttaka í umbótastarfi

» Virk þátttaka í fjölfaglegri þjónustu og meðferð skjólstæðinga teymis
» Málastjórnun og þverfaglegt samstarf
» Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
» Ýmis fjölþætt verkefni og þátttaka í umbótastarfi

Hæfnikröfur » Starfsréttindi sjúkraliða eða félagsliðamenntun
» Góð samstarfshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og frumkvæði í starfi
» Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

» Starfsréttindi sjúkraliða eða félagsliðamenntun
» Góð samstarfshæfni, færni í samskiptum, skapandi hugsun og frumkvæði í starfi
» Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef sjúkraliði). Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 15.08.2019 Nánari upplýsingar Arndís Vilhjálmsdóttir, arndisv@landspitali.is, 825 3731 Helga Sif Friðjónsdóttir, helgasf@landspitali.is, 824 5973 LSH Samfélagsgeðteymi Reynimel 55 101 Reykjavík