Kennarastöður við Húnavallaskóla

  • Húnavallaskóli
  • 31/05/2019
Fullt starf / hlutastarf Kennsla

Um starfið

• Staða íþrótta- og sundkennara, 100% staða.
• Staða leikskólakennara við leikskóladeild, 100% staða.
Leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum kemur til greina.

Húnavallaskóli er staðsettur rétt fyrir utan Blönduós og er samrekinn leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum eru tæplega 40 nemendur og í leikskólanum 19, gott íþróttahús, sundlaug og heitur pottur eru í og við húsnæðið. Kennt er í fjórum námshópum 1. -3. bekkur, 4.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.-10. bekkur.
Ein deild er á leikskólanum og eru nemendur frá níu mánaða aldri.

Leitað er eftir jákvæðum, duglegum, sveigjanlegum og metnaðarfullum einstaklingum, bæði körlum og konum með góða skipulagshæfni ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 21. júní nk.

Umsóknir skulu sendar á netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is eða til skólastjóra Húnavallaskóla, Húnavöllum, 541 Blönduós.

Nánari upplýsingar:
Sigríður B. Aadnegard í síma 455 0020 og 8472 664 eða í gegnum netfangið skolastjori@hunavallaskoli.is