Starfsmannahjúkrunarfræðingur á Landspítala - Heilsuvernd starfsmanna

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 04/06/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Laus eru til umsóknar tvö störf hjúkrunarfræðinga í mönnunar- og starfsumhverfisdeild á mannauðssviði Landspítala. Starfshlutfall og upphafsdagur starfs er samkomulag en um er að ræða dagvinnu. Í mönnunar- og starfsumhverfisdeild starfa 13 starfsmenn sem eru ráðgefandi í mannauðsmálum er varða m.a. öflun umsækjenda, aðstoð við stjórnendur og móttöku nýliða, ásamt utanumhaldi um öryggismál, vinnu- og heilsuvernd starfsmanna, með tilliti til forvarna og bólusetninga.

Við viljum ráða öflugan einstakling karl eða konu sem á auðvelt með að vinna í teymi og hefur brennandi áhuga á starfsmannaheilsuvernd og heilsueflingu og vill leggja fram krafta sína til að byggja Landspítala upp sem eftirsóknarverðan og góðan vinnustað. Viðkomandi fær góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ráðgjöf varðandi heilsu, öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna
» Móttaka nýráðinna starfsmanna, bólusetning, skimun og fræðsla
» Móttaka nema, bólusetning og skimun
» Þátttaka í stefnumótun um heilsueflingu og vinnuvernd
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og þróunar- og gæðaverkefnum
» Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun stjórnenda sviðsins

» Ráðgjöf varðandi heilsu, öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna
» Móttaka nýráðinna starfsmanna, bólusetning, skimun og fræðsla
» Móttaka nema, bólusetning og skimun
» Þátttaka í stefnumótun um heilsueflingu og vinnuvernd
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu og þróunar- og gæðaverkefnum
» Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun stjórnenda sviðsins

Hæfnikröfur » Örugg framkoma og framúrskarandi samskiptafærni
» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
» Starfsreynsla í hjúkrun
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Örugg framkoma og framúrskarandi samskiptafærni
» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
» Starfsreynsla í hjúkrun
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 50 - 100% Umsóknarfrestur 24.06.2019 Nánari upplýsingar Bára Hildur Jóhannsdóttir, barajoha@landspitali.is, 543 1346 LSH Skrifstofa mannauðssviðs Eiríksgötu 5 101 Reykjavík