Verkefnastjóri á viðhaldsdeild Landspítala

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 06/06/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Rekstrarsvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á viðhaldsdeild Landspítala. Á viðhaldsdeild starfa um 40 starfsmenn sem sinna viðhaldi alls húsnæðis Landspítala auk þess að vinna að margs konar stærri breytingaverkefnum.

Starfsumhverfi verkefnastjóra á viðhaldsdeild er fjölbreytt, gefandi og unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir.

Leitað er eftir jákvæðum, þjónustulunduðum og drífandi einstaklingi með menntun sem nýtist í starfi s.s. byggingarfræði, byggingartæknifræði, byggingarverkfræði. Verkefnastjóri starfar í umboði deildarstjóra viðhaldsdeildar Landspítala. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Eigið eftirlit Landspítala með húsnæðiskröfum opinbera eftirlitsaðila
» Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi á húsnæðum spítalans
» Umsjón með verkbeiðnakerfi

» Eigið eftirlit Landspítala með húsnæðiskröfum opinbera eftirlitsaðila
» Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi á húsnæðum spítalans
» Umsjón með verkbeiðnakerfi

Hæfnikröfur » Menntun sem nýtist í starfi s.s. byggingarfræði, byggingartæknifræði, byggingarverkfræði
» Framhaldsmenntun eða haldbær starfsreynsla í verkefnastjórn kostur
» Drifkraftur og framúrskarandi samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
» Góð tölvukunnátta

» Menntun sem nýtist í starfi s.s. byggingarfræði, byggingartæknifræði, byggingarverkfræði
» Framhaldsmenntun eða haldbær starfsreynsla í verkefnastjórn kostur
» Drifkraftur og framúrskarandi samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
» Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 24.06.2019 Nánari upplýsingar Matthías Ásgeirsson, matthasg@landspitali.is, 543 1507 Viktor Ellertsson, viktore@landspitali.is, 543 1517 LSH Viðhaldsdeild Barónsstíg 47 101 Reykjavík