Sjúkraliði - Nýtt dagvinnustarf á göngudeild Barnaspítala Hringsins

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 07/06/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Nýtt starf sjúkraliða er laust til umsóknar á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða 80% starf í dagvinnu og ráðið verður í starfið frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

Göngudeild Barnaspítala Hringsins er sérgreinamóttaka í barnalækningum og barnahjúkrun. Komur eru um 15.000 á ári. Næsti yfirmaður er deildarstjóri hjúkrunar.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ýmis aðstoð og þjónusta tengt móttöku og meðferð skjólstæðinga deildarinnar
» Símavarsla og upplýsingamiðlun
» Birgðahald og almenn deildarumsjón
» Önnur verkefni

» Ýmis aðstoð og þjónusta tengt móttöku og meðferð skjólstæðinga deildarinnar
» Símavarsla og upplýsingamiðlun
» Birgðahald og almenn deildarumsjón
» Önnur verkefni

Hæfnikröfur » Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
» A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem sjúkraliði
» Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
» Rík þjónustulund og lausnarmiðuð vinnubrögð
» Mjög góð samskiptafærni

» Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
» A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem sjúkraliði
» Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
» Rík þjónustulund og lausnarmiðuð vinnubrögð
» Mjög góð samskiptafærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á viðtölum og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80% Umsóknarfrestur 24.06.2019 Nánari upplýsingar Ingileif Sigfúsdóttir, ingilsig@landspitali.is, 824 5862 LSH Göngudeild BH Hringbraut 101 Reykjavík