Sérfræðingur eða ráðgjafi

  • Coremotif
  • 07/06/2019
Fullt starf Ráðgjafar Sérfræðingar

Um starfið

Viltu starfa sem ráðgjafi?

CoreMotif leitar að upprennandi sérfræðingum til að slást í hópinn. Sem upprennandi sérfræðingur ert þú ráðgjöfum okkar innan handar og vinnur náið með viðskiptavinum í krefjandi verkefnum við rannsóknir, gagnaöflun og úrvinnslu. Markmiðið er að finna þá lausn sem best hentar viðskiptavinum okkar hverju sinni.

Við hjá CoreMotif veitum viðskiptavinum okkar hágæða þjónustu og þurfa ráðgjafar okkar að geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum, faglega og heiðarlega framkomu, vera óhræddir við að taka að sér margvísleg og fjölbreytt verkefni og hafa áhuga á að vaxa í starfi.

Kröfurnar okkar eru:
• B.Sc. gráða í verkfræði eða svipaða starfsreynslu
• Starfsreynsla úr framleiðslu, iðnaði eða upplýsingatækni
• Getur skipulagt og stýrt fundum ásamt smærri vinnustofum
• Getur framkvæmt þarfagreiningar, útbúið kynningar og skýrslur
• Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum og viðleitni til að vaxa í starfi
• Býr yfir samskiptafærni, ævintýraþrá og hefur góða nærveru

Ef þú ert manneskjan sem við erum að leita að hvetjum við þig til að senda okkur ferilskrá ásamt skriflegri umsókn á umsokn@coremotif.com