Verkfræðingur á samgöngusviði

  • VSÓ ráðgjöf
  • VSÓ Ráðgjöf / VSO Consulting, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

VSÓ leitar að verkfræðingi til starfa á samgöngusviði.  Leitað er að áhugasömu fólki sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði, sérhæfing í samgöngum er æskileg. 
  • Góðri þekkingu á forritum sem tengjast fagsviðinu. 
  • Góðri kunnáttu í íslensku, ensku og helst a.m.k. einu norðurlandamáli. 
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfið felst m.a. í vinnu með samgöngulíkön, almenningssamgöngur, samgönguskipulag og forhönnun samgöngumannvirkja. 

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Samgöngur, fyrir 24. júní.