VERKEFNASTJÓRI

  • Bandalag íslenskra skáta
  • Hraunbær 123, Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur Önnur störf

Um starfið

Bandalag íslenskra skáta óskar eftir því að ráða verkefnastjóra. Skátamiðstöðin þjónustar skátafélög landsins, annast útgáfumál, fræðslumál, alþjóðleg samskipti, fjáraflanir, sameiginlega viðburði og önnur þau verk sem lúta að rekstri landshreyfingar æskulýðssamtaka. Hjá skátahreyfingunni starfar samhentur hópur atvinnufólks og sjálfboðaliða að því að efla skátastarf í landinu.

Helstu verkefni
• Sinna öllum daglegum rekstri kjarnastarfsemi Skátamiðstöðvarinnar
• Bera ábyrgð á áætlanagerð og eftirfylgni verkefna
• Er í tengslum við stjórn og fastaráð og tryggir að samskipti og ákvarðanataka sé skilvirk
• Veita skátafélögum almennan stuðning og hafa umsjón með þjónustu við þau
• Sjá um styrkumsóknagerð og öflun styrkja í samráði við framkvæmdastjóra
• Undirbúa stjórnarfundi og sinna eftirfylgni ákvarðana stjórnar
• Sinna öðrum þeim verkefnum sem framkvæmdastjóri felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, átt auðvelt með samskipti og sýna frumkvæði í starfi
• Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu úr skátastarfi
• Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 23. júní nk.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst.

Áhugasömum er bent á að senda umsóknir og/eða fyrirspurnir á netfangið: kristinn@skatar.is.

Allar nánari upplýsingar veita Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri og Sigríður Ágústsdóttir skrifstofustjóri í síma 550-9800.