Laus staða leikskólastjóra í Sólhvörfum Kópavogi

  • Kópavogsbær
  • Leikskólinn Sólhvörf, Álfkonuhvarf, Kópavogur, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Leikskólinn Sólhvörf er staðsettur í Álfkonuhvarfi 17. Í leikskólanum dvelja 112 börn á sex deildum.

Í Sólhvörfum er starfað eftir hugsmíðahyggju þar sem lögð er áhersla á virkni barnsins í eigin þekkingarleit og mikilvægi þess að kennarar nýti áhugahvöt barnsins hverju sinni.

Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans solhvorf@kopavogur.is

Ráðningartími er frá 8. ágúst 2019 eða samkvæmt samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun  
  • Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) í stjórnun eða leikskólafræðum
  • Góð reynsla af leikskólastarfi
  • Reynsla af stjórnun í leikskóla
  • Hæfni til að leiða faglega forystu
  • Sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
  • Gott vald á íslenskri tungu

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar í s. 861 5440 og Maríanna Einarsdóttir, leikskólaráðgjafi í s. 892 1090. 

Við hverjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.