SÉRFRÆÐINGUR Í MANNAUÐSMÁLUM - SEÐLABANKI ÍSLANDS

 • Hagvangur
 • Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegur, Reykjavík, Ísland
 • 07/06/2019
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Meginmarkmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi. Seðlabankinn skal enn fremur stuðla að fjármálastöðugleika. Þá sinnir Seðlabankinn jafnframt viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka,svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, þekkingu, sveigjanleika og jákvæðum samskiptum.

 

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í mannauðsmálum. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðssviðs.

 

 

Starfssvið:

 • Utanumhald og stöðugar umbætur á jafnlaunakerfi bankans og jafnlaunavottun
 • Ráðgjöf í starfsmannatengdum málum til starfsmanna og stjórnenda
 • Utanumhald um tölfræði, mælikvarða og skýrslugerð til stjórnenda
 • Aðstoð við innleiðingu á nýju mannauðskerfi H3
 • Ýmis sérverkefni sem tengjast umbótavinnu í mannauðstengdum verkefnum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • MSc próf í mannauðsstjórnun eða vinnusálfræði
 • A.m.k tveggja ára reynsla af starfi í mannauðsmálum
 • Þekking og reynsla af mótun jafnlaunakerfis
 • Reynsla og/eða þekking af opinberri stjónsýslu
 • Reynsla af breytingastjórnun er kostur
 • Þekking á H3 mannauðskerfi
 • Mjög góð hæfni í excel og Power Point
 • Samskiptahæfni, drifkraftur, frumkvæði og rík þjónustulund

 

Upplýsingar veitir Rannveig J. Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is

 

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin

Umsóknarfrestur til: 24. júní 2019