FORSTÖÐUMAÐUR SAMSTARFSVETTVANGS UM LOFTSLAGSMÁL OG GRÆNAR LAUSNIR

  • Hagvangur
  • Íslandsstofa, Sundagarðar, Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Auglýst er eftir forstöðumanni nýs samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir. Forstöðumaðurinn er ráðinn af Íslandsstofu og stjórn samstarfsvettvangsins og verður starfsmaður Íslandsstofu. 


Um er að ræða spennandi starf sem snýr að kynningu á framlagi Íslands og árangri í loftslagsmálum. Markmið samstarfsvettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn vinna að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.


Við leitum að drífandi og reynslumiklum leiðtoga með öfluga fagþekkingu, leiðtogahæfni og reynslu á sviði markaðs- og kynningarmála. 

 

Ábyrgð og helstu verkefni
• Kynna fjölbreytt framlag Íslands til loftslagsmála
• Efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum þ.m.t. um
  kolefnishlutleysi árið 2040
• Styðja við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum

Menntunar- og hæfniskröfur
• Þekking og brennandi áhugi á loftslagsmálum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi og á fagsviðum sem tengjast loftslagsmálum er
  æskileg
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni og þekking á íslensku atvinnulífi
• Leiðtogafærni, drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og hugmyndaauðgi
• Umfangsmikil reynsla af markaðsmálum og kynningarmálum
• Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum æskileg
• Reynsla af verkefnisstjórnun
• Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta kostur
• Færni og reynsla í að koma fram
• Mjög góð þekking og reynsla af notkun samfélagsmiðla.

Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir.

Að verkefninu standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkusalan, HS Orka, Elkem Ísland, Rio Tinto á Íslandi, Norðurál, Alcoa Fjarðaál, Efla, Verkís, Mannvit, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Viðskiptaráð Íslands, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Samorka og Orkuklasinn.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní n.k.

Nánari upplýsingar veitir: Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.