BÖRKUR ÓSKAR EFTIR FRAMLEIÐSLUSTJÓRA

  • Samverk - Glerverksmiðja
  • 07/06/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Tréverksmiðjan Börkur hf. leitar að öflugum framleiðslustjóra til að leiða framleiðslu fyrirtækisins á Akureyri ásamt því að taka þátt í frekari uppbyggingu fyrirtækisins.

Við leitum að lausnamiðuðum og framsæknum aðila með menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi og felur í sér daglegan rekstur, stjórnun og áframhaldandi uppbyggingu á öflugri framleiðslu Barkar. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á hagkvæmni og skilvirkni í framleiðslu og leita stöðugt að bestun jafnt fyrir viðskiptavini og starfsemi fyrirtækisins.

Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur framleiðslu
• Gerð framleiðsluáætlana
• Kostnaðareftirlit
• Gæðaeftirlit
• Greining á nýtingu framleiðslu
• UT-mál framleiðslu
• Innkaup og samskipti við birgja
• Samvinna og samskipti við þróunar- og söludeild
• Mannauðsstjórnun í framleiðslu

Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði verk-, byggingar- eða tæknifræði
• Reynsla af framleiðslustýringu
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni
• Góð tölvukunnátta og haldgóð þekking á teikniforritum
• Góð íslensku- og enskukunnátta

Óskir um nánari upplýsingar um starfið og umsóknir sendist á: alli@borkur.is.

Umsóknarfrestur er til 30. júní 2019.