Gagnastjóri Reykjavíkurborgar

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Sérfræðingar Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Reykjavíkurborg leitar að öflugum leiðtoga í nýja stöðu gagnastjóra á þjónustu og nýsköpunarsviði borgarinnar.

Gagnastjóri Reykjavíkurborgar er stjórnandi skrifstofu gagnaþjónustu og hefur skýra sýn á hlutverk nútíma gagna- og upplýsingastýringar og leiðir stefnumótun er varðar stjórnun, meðhöndlun og hagnýtingu gagna borgarinnar. Starfssvið gagnastjóra nær þvert yfir öll svið borgarinnar og viðkomandi ber ábyrgð á samræmingu í notkun og söfnun gagna, þ.m.t. skjalastjórnun, á mismunandi sviðum Reykjavíkur. Gagnastjóri þarf að hafa góða þekkingu á upplýsingatækni, upplýsingaöryggi og högun gagnagrunna.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Leiðir stefnumótun gagna- og upplýsingastýringar og tryggir að stefnur og ferlar vegna gagna- og upplýsingastýringar uppfylli innlenda sem alþjóðlega staðla
Ber yfirábyrgð á aðgengileika gagna Reykjavíkur innan sem utan borgarinnar og þróar og innleiðir hagnýtingu þeirra í starfsemi borgarinnar
Hámarkar aðgengi að gögnum og einfaldar umsýslu þeirra, eykur skilvirkni gagnavinnslu með bætta þjónustu og aukið aðgengi að leiðarljósi
Ber ábyrgð á að gagnaöflun, vinnsla og geymsla samræmist reglugerð um persónuvernd og reglum og gildum borgarinnar almennt
Veitir ráðgjöf við gerð sértæks hugbúnaðar og uppbyggingu þekkingar á viðskiptagreindarbúnaði
Ber ábyrgð á skjalastjórnun borgarinnar
Innleiðir gæðakerfi þvert á borgina
Leiðir samstarf við svið og stofnanir borgarinnar um mál gagna- og upplýsingastýringar
Hefur samskipti við fjölmarga mismunandi hagsmunaaðila bæði erlenda og innlenda
Ber ábyrgð á þróun og skipulagning á verklagi einingarinnar
Sér um daglegur rekstur og stjórnun ásamt áætlanagerð og eftirfylgni

Hæfniskröfur 

Háskólagráða og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
Yfirgripsmikil reynsla af stýringu gagna og hagnýtingu þeirra
Reynsla frá alþjóðlegu gagna og upplýsingastýringarumhverfi æskileg
Yfirgripsmikil reynsla af verkefnastýringu og breytingastjórnun
Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla
Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð samskiptahæfni
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Kunnátta á norðurlandamáli æskileg

Frekari upplýsingar um starfið  Óskar Jörgen Sandholt sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  21.06.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   1343 Nafn sviðs  þjónustu- og nýsköpunarsvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Óskar Jörgen Sandholt sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Tölvupóstur  oskar.j.sandholt@reykjavik.is