Deildarstjórastaða sjúkraþjálfunar hjá Hrafnistu

  • Hrafnista
  • Hrafnista, Langholtsvegur, Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við óskum eftir að ráða deildarstjóra sjúkraþjálfunar hjá Hrafnistu í Reykjavík. Deildarstjóri er leiðandi og hefur frumkvæði í þróun öldurnarsjúkraþjálfunar innan heimilisins. Í starfinu felst m.a skipulagning á starfi ásamt daglegum rekstri og stjórnun. Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.

Menntunar- og hæfnikröfur
• Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
• Menntun og/eða reynsla í stjórnun er kostur
• Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði
• Góð samskiptahæfni og faglegur metnaður
• Þekking á RAI mælitækinu er kostur

Starfssvið
• Stjórnun og rekstur á starfsemi sjúkraþjálfunardeildar
• Skipuleggur störf starfsfólks í samræmi við þarfir íbúa
• Sér um eftirlit og mat á gæðum sjúkraþjálfunar
• Skoðun, mat og meðferð
• Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda
• Teymisvinna

Um er að ræða 100% starf.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2019.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið með því að senda tölvupóst á Sigrúnu Stefánsdóttur forstöðumann, á netfangið: sigrun.stefansdottir@hrafnista.is.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í gegnum tölvupóst eða í síma: 664-9400.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.