Ljósmæður á meðgöngu- og sængurlegudeild

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 08/06/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus eru til umsóknar störf ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild frá 1. júlí 2019 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 2-3 störf (samtals 1,5 stöðugildi) í 60-100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Leitað er eftir ljósmæðrum sem hafa áhuga á að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu.

Deildin sinnir heilbrigðum og veikum konum í sængurlegu eftir fæðingu. Einnig annast deildin konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu og við missi á meðgöngu við 12-22 vikur. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð Ljósmóðir skipuleggur og veitir barnshafandi konum og sængurkonum umönnun í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á störfum samkvæmt starfslýsingu.

Ljósmóðir skipuleggur og veitir barnshafandi konum og sængurkonum umönnun í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á störfum samkvæmt starfslýsingu.

Hæfnikröfur » Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Öguð og skipulögð vinnubrögð
» Faglegur metnaður
» Íslenskt ljósmóðurleyfi, hjúkrunarleyfi æskilegt

» Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Öguð og skipulögð vinnubrögð
» Faglegur metnaður
» Íslenskt ljósmóðurleyfi, hjúkrunarleyfi æskilegt

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 100% Umsóknarfrestur 24.06.2019 Nánari upplýsingar Hilda Friðfinnsdóttir, hildafri@landspitali.is, 543 3046/ 825 9594 LSH Meðgöngu- og sængurlegudeild Hringbraut 101 Reykjavík