SÉRFRÆÐINGUR Á FJÁRMÁLASVIÐI - KYNNISFERÐIR

 • Hagvangur
 • 11/06/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Kynnisferðir leita að metnaðarfullum einstaklingi til að gegna starfi sérfræðings á fjármálasviði. Starfið er fjölbreytt í spennandi rekstrarumhverfi og felur í sér uppgjör og greiningar á ýmsum fjárhagsupplýsingum

 

Helstu verkefni:

 • Uppgjör samstæðu og dótturfélaga
 • Greiningar á rekstri og arðsemi vara
 • Ársreikningagerð og samskipti við endurskoðanda
 • Gagnaskil og skýrslugerð

Hæfniskröfur:

 • Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af greiningum og uppgjörsvinnu
 • Reynsla af endurskoðun er kostur
 • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri
 • Góð kunnátta í Excel

Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn.  Fyrirtækið er leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða innanlands, rekstri bílaleigu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hjá Kynnisferðum starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.


Nánari upplýsingar veitir:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 17. júní 2019