Dagskrárgerðarmaður

 • Rúv
 • RÚV, Efstaleiti, Reykjavík, Ísland
 • 11/06/2019
Fullt starf Fjölmiðlar

Um starfið

Rás 1 endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindi og fræði í sögu, samtíð og framtíð. Rás 1 svalar forvitni hlustenda um margbrotna heima menningar og samfélags allan sólarhringinn alla daga ársins.

 

Við leitum að tveimur dagskrárgerðarmönnum í 100% stöður með breiða og góða þekkingu og brennandi áhuga dagskrárgerð og miðlun menningarefnis í hóp úrvalsstarfsfólks á skemmtilegum vinnustað.

 

STARFSSVIÐ

 • Dagskrárgerð
 • Miðlun efnis og þróun
 • Þátttaka í ritstjórnarlegu samtali
 • Þátttaka í að auka gæði og útbreiðslu efnis sem flutt er á Rás 1

 

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af fjölmiðlum
 • Þekking á menningu
 • Frumkvæði, drifkraftur og hugmyndaauðgi
 • Mjög gott vald á íslensku máli
 • Góð önnur tungumálakunnátta
 • Þekking á samfélagsmiðlum og vefvinnslu

 

Umsóknarfrestur er til 18. júní.

Nánari upplýsingar veitir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri, thorstur.helgason@ruv.is, s: 515 3000. 

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.