Skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 11/06/2019
Fullt starf Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Hefur þú brennandi áhuga á mannauðsmálum og hefur áhuga á að starfa á stórum og kraftmiklum vinnustað með skýra framtíðarsýn?

Mannauðs og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra starfsþróunar og starfsumhverfismálum borgarinnar.

Mannauðs og starfsumhverfissvið er nýtt kjarnasvið innan stjórnskipulags Reykjavíkurborgar sem tók gildi 1.júní sl. Meginhlutverk sviðsins er stefnumótun á sviði mannauðsmála, eftirlit með framkvæmd kjarasamninga, ráðgjöf, að innleiða og tryggja samræmda framkvæmd mannauðsmála hjá Reykjavíkurborg.

Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis er ein af skrifstofum hins nýja sviðs og ber ábyrgð á og veitir ráðgjöf er snýr að fræðslu, starfsþróunarmálum, vinnustaðamenningu, stjórnendafræðslu og stjórnendastuðningi. Skrifstofan hefur einnig það hlutverk að þróa og innleiða verkefni á sviði heilsueflingar og vinnuverndar, þar með talið einelti, áreitni og öryggi á vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð 

Stefnumótun á sviði starfsþróunar, fræðslu, vinnuverndar og heilsueflingar og innleiðingu verkefna og verkferla á því sviði.
Ber ábyrgð á forystunámi Reykjavíkurborgar.
Ber ábyrgð á þarfagreiningum og árangursmælingum vegna fræðslu og starfsumhverfismála.
Leiðir þróun og nýsköpun á sviði starfsþróunar og starfsumhverfis.
Ber ábyrgð á innri miðlun mannauðsefnis.
Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi skrifstofunnar ásamt áætlanagerð.
Samstarf við svið og stofnanir borgarinnar um starfsþróun, fræðslu, vinnuvernd og heilsueflingu.
Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda og starfsmanna á sviði starfsþróunar og starfsumhverfis.
Stýrir starfi eineltis og áreitninefndar borgarinnar.

Hæfniskröfur 

Háskólagráða sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála eða öðrum sambærilegum greinum.
Víðtæk þekking og reynsla af mannauðsmálum og þá sérstaklega á sviði starfsþróunar og vinnuverndar.
Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla.
Reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur.
Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi.
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð samskiptahæfni.
Geta til að vinna undir álagi.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið  Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  21.06.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   1340 Nafn sviðs  Mannauðs og starfsumhverfissvið Nánari upplýsingar um starfið veitir  Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfissviðs Tölvupóstur  loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is