Launafulltrúi

  • Landspítali
  • Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
  • 13/06/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Launadeild heyrir undir mannauðssvið og þar starfa 19 manns í nánu samstarfi við starfsmenn spítalans.
Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeining til starfsmanna og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund.

Við sækjumst eftir öflugum liðsmanni sem hefur ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni, frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum. Viðkomandi fær góða aðlögun með reyndum launafulltrúa.

Helstu verkefni og ábyrgð » Afgreiðsla launa og launatengdra verkefna
» Stuðla að samræmi skráningar í launakerfi Orra og Vinnustund
» Yfirfara rafræna skráningu, leiðrétta og senda til launakerfis
» Halda utan um skráningu á starfslokum og uppgjörum vegna starfsloka
» Sinna afleysingum, símsvörun, fyrirspurnum og öðrum verkefnum
» Leiðbeina stjórnendum og starfsfólki um launatengda verkferla
» Önnur tilfallandi verkefni

» Afgreiðsla launa og launatengdra verkefna
» Stuðla að samræmi skráningar í launakerfi Orra og Vinnustund
» Yfirfara rafræna skráningu, leiðrétta og senda til launakerfis
» Halda utan um skráningu á starfslokum og uppgjörum vegna starfsloka
» Sinna afleysingum, símsvörun, fyrirspurnum og öðrum verkefnum
» Leiðbeina stjórnendum og starfsfólki um launatengda verkferla
» Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur » Rík þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni
» Greiningarhæfni, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
» Þekking á launavinnslu almennt
» Þekking á launakerfi Orra er kostur
» Þekking á Vinnustund er kostur
» Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum er kostur
» Stúdentspróf eða sambærileg menntun
» Góð íslenskukunnátta

» Rík þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni
» Greiningarhæfni, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
» Þekking á launavinnslu almennt
» Þekking á launakerfi Orra er kostur
» Þekking á Vinnustund er kostur
» Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum er kostur
» Stúdentspróf eða sambærileg menntun
» Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið.

Starfið er laust frá ágúst 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða tvö stöðugildi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 01.07.2019 Nánari upplýsingar Ottó Magnússon, otto@landspitali.is, 543 1312 LSH Launadeild Eiríksgötu 5 101 Reykjavík