Aðstoðardeildarstjóri á kvenlækningadeild 21A

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 14/06/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun kvenna, stjórnun, ásamt gæða- og umbótastarfi, í starf aðstoðardeildarstjóra á kvenlækningadeild 21A.
Starfið er laust frá 15. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi og veitist tímabundið til 2ja ára. Um er að ræða vaktavinnu í 80-100% starfshlutfalli en gert er ráð fyrir að aðstoðardeildarstjóri sé í a.m.k. 60% dagvinnu.

Kvenlækningadeild er 24 rúma og er í senn göngu-, dag- og legudeild þar sem bráðatilfellum kvensjúkdóma er sinnt sem og konum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum.
Deildin heyrir undir kvenna- og barnasvið og starfa þar um 50 manna hópur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, skrifstofumanna auk sérhæfðra starfsmanna og felur starfið í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við fjölmargt fagfólk spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð » Er nánasti samstarfsmaður hjúkrunardeildarstjóra og vinnur að skipulagningu á starfsemi deildar í samráði við hann
» Ábyrgð á rekstri og mönnun deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
» Leiðandi í klínísku starfi og framþróun hjúkrunar á deild
» Vinnur náið með hjúkrunardeildarstjóra að mótun liðsheildar
» Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin
» Er leiðandi í umbótastarfi á deildinni

» Er nánasti samstarfsmaður hjúkrunardeildarstjóra og vinnur að skipulagningu á starfsemi deildar í samráði við hann
» Ábyrgð á rekstri og mönnun deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
» Leiðandi í klínísku starfi og framþróun hjúkrunar á deild
» Vinnur náið með hjúkrunardeildarstjóra að mótun liðsheildar
» Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin
» Er leiðandi í umbótastarfi á deildinni

Hæfnikröfur » Starfsreynsla í hjúkrun
» Leiðtogahæfni
» Stjórnunarreynsla er kostur
» Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er kostur
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Starfsreynsla í hjúkrun
» Leiðtogahæfni
» Stjórnunarreynsla er kostur
» Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er kostur
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 01.07.2019 Nánari upplýsingar Hrund Magnúsdóttir, hrundmag@landspitali.is, 825 3752 LSH Kvenlækningadeild Hringbraut 101 Reykjavík