Sjúkraliði - hlutastarf á bráðamóttöku barna, Barnaspítala Hringsins

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 11/07/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Sjúkraliði óskast til starfa á bráðamóttöku barna 20D á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut. Boðið er upp á góða starfsaðlögun með reyndum sjúkraliðum. Starfshlutfall er 70% og er starfið laust frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á dag- og kvöldvöktum.

Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
Bráðamóttaka barna er tilvísunarmóttaka þar sem hlutverk hjúkrunar er að taka á móti veikum börnum og unglingum að 18 ára aldri, greina vandamál þeirra og veita fyrstu meðferð. Stefna okkar er að vera í fararbroddi í þjónustu, kennslu og vísindum.

Helstu verkefni og ábyrgð » Móttaka, umönnun og eftirlit skjólstæðinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Birgðaumsjón og önnur tilfallandi verkefni á deildinni

» Móttaka, umönnun og eftirlit skjólstæðinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Birgðaumsjón og önnur tilfallandi verkefni á deildinni

Hæfnikröfur » Íslenskt sjúkraliðaleyfi
» Faglegur metnaður í starfi
» Starfsreynsla æskileg
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum

» Íslenskt sjúkraliðaleyfi
» Faglegur metnaður í starfi
» Starfsreynsla æskileg
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteini og sjúkraliðaleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 70% Umsóknarfrestur 12.08.2019 Nánari upplýsingar Ingileif Sigfúsdóttir, ingilsig@landspitali.is, 543 3705/ 543 3074 Rannveig Björk Guðjónsdóttir, rannvebg@landspitali.is, 543 3074/ 543 3700 LSH Bráðamóttaka BH Hringbraut 101 Reykjavík