Norræna húsið auglýsir eftir nýjum rekstraraðila í veitingarými hússins

  • Norræna Húsið
  • Norræna húsið / The Nordic House, Sæmundargata, Reykjavík, Ísland
  • 12/07/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Veitingastaðir Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Frá og með 1. september 2019 er veitingarými Norræna hússins laust fyrir nýjan rekstraraðila.

Í húsinu er veitingarými með einstöku útsýni og nánast fullbúnu eldhúsi.
Undanfarin fimm ár hefur Aalto Bistro starfað í Norræna húsinu og notið mikilla vinsælda.

Um leið og við auglýsum eftir nýjum samstarfsaðila til þess að taka við rekstri veitingarýmisins þökkum við Aalto Bistro fyrir farsælt og
ánægjulegt samstarf.

Norræna húsið í Reykjavík tók til starfa árið 1968 en húsið teiknaði finnski arkitektinn Alvar Aalto. Húsið er friðað og er ein af fáum perlum módernískrar byggingarlistar í Reykjavík, staðsett í friðlandinu í Vatnsmýrinni. Fjölbreytt menningarstarfsemi fer fram í Norræna húsinu, t.d. sýningar af ýmsu tagi, rekstur bókasafns, hljómleikar og sviðslistir. Auk þess tekur húsið virkan þátt í norrænni þjóðfélagsumræðu með málþingum og ráðstefnum. Árlega heimsækja húsið um 100.000 gestir.

Nýr rekstraraðili myndi:
• Vinna með markmið hússins að leiðarljósi, en þau eru norræn gildi, sjálfbærni, umhverfisvernd, fjölmenning og fjölskylduvænt samfélag.
• Vera með sama opnunartíma og Norræna húsið.
• Bjóða a.m.k hádegisverð auk þess að sjá um veitingar fyrir viðburði hússins.
• Vera áhugasamur um ræktun kryddjurta og nýta sér góða aðstöðu við húsið í þeim tilgangi.

Fyrirspurnir, hugmyndir og umsóknir sendist Þórunni Stefánsdóttur fjármálastjóra Norræna hússins, thorunnst@nordichouse.is.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2019.