Framkvæmdastjóri Geðhjálpar

 • Intellecta
 • Geðhjálp, Borgartún, Reykjavík, Ísland
 • 12/07/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

 

Félagið Geðhjálp óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn félagsins. Starfshlutfall er 100%.

Útgáfudagur 12-07-2019

Umsóknarfrestur 06-08-2019

Númer 604751

Upplýsingar um fyrirtækið

Félagið Geðhjálp var stofnað 9. október 1979 og er baráttu- og hagsmunasamtök einstaklinga sem glíma við geðheilbrigðisvandamál, aðstandenda þeirra og annarra sem láta sig málaflokkinn varða. Tilgangur félagsins er að vinna að geðheilbrigðismálum með valdeflingu og með bættan hag barna og fullorðinna sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða að leiðarljósi. Félagið vinnur að tilgangi sínum meðal annars með því að sinna hagsmunagæslu, að standa vörð um mannréttindi og eflingu samtakamáttar. Gildi félagsins eru: Hugrekki - Mannvirðing - Samhygð.

Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.gedhjalp.is

Helstu verkefni

 • Daglegur rekstur og umsjón með starfi félagsins
 • Talsmaður félagsins, ásamt stjórn á opinberum vettvangi
 • Þátttaka í nefndum og hópum fyrir hönd félagsins
 • Fjáröflun og áætlanagerð

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Áhugi á geðheilbrigðismálum
 • Þekking á stjórnsýslu og starfsemi hins opinbera
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti sem og gott vald á ensku
 • Reynsla af stefnumótun, áætlanagerð og verkefnastjórnun æskileg
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Gætt er trúnaðar varðandi fyrirspurnir og umsóknir.