Sérfræðingur í bráðahjúkrun

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 24/07/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í bráðahjúkrun á flæðisviði Landspítala. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. október 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Sérfræðingar í hjúkrun starfa samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa eru ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar- og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga á bráðamóttöku í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu sérfræðiþekkingar í bráðahjúkrun og þjónustu við sjúklinga á bráðamóttöku og mun sérfræðingur í bráðahjúkrun vinna að þróun hjúkrunar innan sérgreinarinnar ásamt stjórnendum.

Helstu verkefni og ábyrgð » Klínísk störf sem nemur allt að 50%
» Þróun hjúkrunar innan sérgreinar
» Kennsla og rannsóknir
» Innleiðing nýrra verkferla og nýjunga í meðferð
» Þróun þjónustu við sjúklinga
» Ráðgjöf

» Klínísk störf sem nemur allt að 50%
» Þróun hjúkrunar innan sérgreinar
» Kennsla og rannsóknir
» Innleiðing nýrra verkferla og nýjunga í meðferð
» Þróun þjónustu við sjúklinga
» Ráðgjöf

Hæfnikröfur » Meistara- eða doktorspróf í hjúkrunarfræði
» Sérfræðileyfi í bráðahjúkrun, í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» 5 ára starfsreynsla
» Leiðtoga- og samstarfshæfileikar

» Meistara- eða doktorspróf í hjúkrunarfræði
» Sérfræðileyfi í bráðahjúkrun, í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» 5 ára starfsreynsla
» Leiðtoga- og samstarfshæfileikar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu. Allar umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala.
Ákvörðun um ráðningu byggir á viðtölum við umsækjendur, innsendum gögnum og umsögn stöðunefndar hjúkrunarráðs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 02.09.2019 Nánari upplýsingar Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, gudrakel@landspitali.is, 543 1000 LSH Skrifstofa flæðisviðs Fossvogi 108 Reykjavík