Yfirlögfræðingur

  • Heilbrigðisráðneyti
  • Skógarhlíð 6, Reykjavík, Ísland
  • 26/07/2019
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf yfirlögfræðings á skrifstofu ráðuneytisstjóra. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til krefjandi verkefna. 

Starfið heyrir undir skrifstofu ráðuneytisstjóra sem hefur það meginhlutverk að stuðla að faglegri og metnaðarfullri starfsemi ráðuneytisins. Skrifstofan er ráðherra til fulltingis við stjórnun ráðuneytisins og er með yfirsýn yfir verkefni þess og samhæfingu. Skrifstofan stýrir innra stefnumótunarstarfi, vinnur að þróunarmálum og hefur yfirsýn yfir stefnumótun í málaflokkum. Auk þess sér skrifstofan um mannauðsmál, almannatengsl og upplýsingamál. Þá hefur skrifstofan yfirsýn yfir alþjóðasamstarf. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Lögfræðilegur ráðgjafi við ráðherra, ráðuneytisstjóra og allar skrifstofur ráðuneytisins.
Yfirumsjón með erlendu samstarfi. 
Umsjón með þingmálaskrá ráðherra og samskiptum við lagaskrifstofu forsætisráðuneytis.
Tengiliður ráðuneytisins við Umboðsmann Alþingis.
Tengiliður ráðuneytisins við Alþingi. 
Samræming og heildaryfirsýn yfir lögfræðileg málefni sem eru til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun ráðuneytisstjóra hverju sinni. 

Hæfnikröfur
Fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi. 
Mjög góð kunnátta í stjórnsýslurétti og þekking á sviði opinberra stjórnsýslu.
A.m.k. 5 ára starfsreynsla á sviði opinberra stjórnsýslu eða við löggjafargerð. 
Þekking á sviði Evrópuréttar æskileg. 
Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni.
Framúrskarandi vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Mjög góð kunnátta í ensku og vald á einu Norðurlandamáli.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Heimasíða heilbrigðisráðuneytisins

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í síma 545-8700.