Starf lögfræðings

  • Heilbrigðisráðneyti
  • Skógarhlíð 6, Reykjavík, Ísland
  • 26/07/2019
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. 
Starfið heyrir undir skrifstofu heilbrigðisþjónustu sem annast verkefni sem varða skipulag heilbrigðisþjónustu, sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila. Einnig eru á hennar sviði sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, heilbrigðisþjónusta utan stofnana, hjúkrunar- og dvalarheimili, læknisfræðileg endurhæfing og sjúkratryggingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Samning lagafrumvarpa og reglugerða
Afgreiðsla stjórnsýsluerinda og álitsgerða
Umsjón og eftirfylgni með framkvæmd laga
Þátttaka í stefnumótun er lýtur að málaflokkum skrifstofunnar
Samskipti við Alþingi, Eftirlitsstofnun EFTA, önnur stjórnvöld, stofnanir, hagsmunaaðila og einstaklinga

Hæfnikröfur
Fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi.
Mjög góð kunnátta í stjórnsýslurétti.
Sveigjanleiki, samstarfshæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Góð kunnátta í ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Góð kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli er æskileg.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu eða reynslu í þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofuna.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Heimasíða heilbrigðisráðuneytisins

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Elsa. B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri (elsa.fridfinnsdottir@hrn.is), sími 545-8700 og Guðlín Steinsdóttir, lögfræðingur (gudlin.steinsdottir@hrn.is), sími 545-8700.