Sérfræðingur á sviði byggingaframkvæmda

  • Heilbrigðisráðneyti
  • Skógarhlíð 6, Reykjavík, Ísland
  • 26/07/2019
Fullt starf Hönnun/Arkitektúr Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði byggingaframkvæmda á skrifstofu heilbrigðisþjónustu.
Starfið heyrir undir skrifstofu heilbrigðisþjónustu sem annast verkefni sem varða skipulag heilbrigðisþjónustu, sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila. Einnig eru á hennar sviði sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, heilbrigðisþjónusta utan stofnana, hjúkrunar- og dvalarheimili, læknisfræðileg endurhæfing og sjúkratryggingar

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur, áætlunargerð, samningagerð og eftirfylgni vegna uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, viðbygginga og viðhaldsframkvæmda á heilbrigðisstofnunum í samstarfi m.a. við Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiseignir. 
Samskipti við framkvæmda-, eftirlits- og rekstraraðila hjúkrunarheimila auk annarra verkefna. 

Hæfnikröfur
Menntun í verkfræði, arkitektúr, byggingarfræði eða byggingatæknifræði eða önnur sambærileg menntun.
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
Þekking á sviði áætlanagerðar, stefnumótunar og markmiðasetningar. 
Þekking á greiningarvinnu og kunnátta í að miðla upplýsingum með skýrum hætti.
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur. 
Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. 
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Heimasíða heilbrigðisráðuneytisins

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Elsa. B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri (elsa.fridfinnsdottir@hrn.is), sími 545-8700 og Sveinn Bragason, sérfræðingur (sveinn.bragason@hrn.is), sími 545-8700