SMYRIL LINE Á ÍSLANDI ÓSKAR EFTIR SÖLU- OG MARKAÐSRÁÐGJAFA Á FERÐASKRIFSTOFU FÉLAGSINS

  • Smyril Line
  • Hafnarfjörður, Ísland
  • 26/07/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Leitað er eftir hörkuduglegum þjónustulunduðum starfsmanni í fullt starf á starfstöð félagsins í Hafnarfirði. Starfið felur í sér sölu- og ráðgjöf til viðskiptavina ferðaskrifstofu félagsins sem ferðast með Norrænu.

Vinnutíminn er 8:30 til 16:30 all virka daga og lengur eftir þörfum. Starfið hæfir báðum kynjum.

UM STARFIÐ
Við seljum bæði einstaklings og pakkaferðir til Færeyja og Danmerkur með Norrænu sem siglir vikulega til/frá Seyðisfirði.

HELSTU VERKEFNI ERU
 Sala og tilboðsgerð
 Ráðgjöf í síma og tölvupósti
 Klæðskerasniðin þjónusta við viðskiptavini
 Viðhald heimasíðu og SoME
 Skipulag markaðsstarfs í samstarfi við HQ

STARFSMAÐURINN ÞARF AÐ HAFA
 Góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
 Reynsla af sölustörfum innan ferðaþjónustu æskileg
 Jákvæðni, heiðarleika og stundvísi
 Góða almenna tölvukunnáttu
 Íslensku og ensku kunnátta æskileg
 Góð skipulagshæfni

Smyril Line var stofnað 1982 og er alþjóðlegt ferðaþjónustu og flutningafyrirtæki með skrifstofur á Íslandi, í Færeyjum, Danmörku og í Þýskalandi. Aðalskrifstofa félagsins er í Tórshavn í Færeyjum.
Smyril Line á einnig vöruflutningafyrirtækið Smyril Line Cargo sem sér um vöruflutninga í Norrænu, Mykinesi, Hvítanesi og Eystnesi. Árið 2015 opnaði Smyril Line Cargo skrifstofu í Hafnarfirði, Þorlákshöfn og á Seyðisfirði. Starfið sem auglýst er nú er nýtt starf hjá félaginu, starfsmaðurinn verður með aðsetur í Hafnarfirði en vinnur mjög náið með farþegaþjónustu félagsins á Seyðisfirði og með aðalskrifstofunni í Færeyjum. Smyril Line er framsækið og skemmtilegt fyrirtæki.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2019 og verður öllum umsóknum svarað. Viðtöl verða 19-20. ágúst n.k.

Umsóknir berist í tp á linda@cargo.fo

Allar nánari upplýsingar veitir Linda B. Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyril Line Ísland ehf – tp: linda@cargo.fo