Ljósmæður á fæðingarvakt Landspítala

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 31/07/2019
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Lausar eru til umsóknar tvær stöður ljósmæðra á fæðingarvakt 23B á kvenna- og barnasviði Landspítala. Á fæðingarvaktinni er veitt þjónusta við konur í eðlilegri fæðingu auk þjónustu við konur með áhættuþætti sem þurfa sérhæft eftirlit í fæðingu.

Á deildinni starfa um 75 manns og er fagmennska og teymisvinna höfð að leiðarljósi. Um er að ræða vaktavinnu í 60% starfshlutfalli. Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Umönnun kvenna í fæðingu og umönnun nýbura
» Símaráðgjöf og móttaka kvenna í fæðingu og kvenna með bráð vandamál á síðari hluta meðgöngu
» Þátttaka í faglegri þróun umönnunar sem veitt er á deildinni
» Klínísk kennsla ljósmóðurnema og læknanema á deild

» Umönnun kvenna í fæðingu og umönnun nýbura
» Símaráðgjöf og móttaka kvenna í fæðingu og kvenna með bráð vandamál á síðari hluta meðgöngu
» Þátttaka í faglegri þróun umönnunar sem veitt er á deildinni
» Klínísk kennsla ljósmóðurnema og læknanema á deild

Hæfnikröfur » Íslenskt ljósmóðurleyfi
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
» Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
» Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
» Reynsla af ljósmóðurstörfum er kostur
» Reynsla af hjúkrunarstörfum er kostur

» Íslenskt ljósmóðurleyfi
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
» Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
» Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
» Reynsla af ljósmóðurstörfum er kostur
» Reynsla af hjúkrunarstörfum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 80% Umsóknarfrestur 19.08.2019 Nánari upplýsingar Anna Sigríður Vernharðsdóttir, annavern@landspitali.is, 824 5902 LSH Fæðingarvakt Hringbraut 101 Reykjavík