Félagsráðgjafi - Geðsvið Landspítala

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 01/08/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við leitum eftir öflugum liðsmanni í hóp félagsráðgjafa við geðsvið Landspítala. Unnið er samkvæmt nýju skipulagi við endurhæfingargeðdeild á Kleppi út frá stefnu um batahugmyndafræði. Starfið felur í sér mikla samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir þvert á deildir og stofnanir. Félagsráðgjöfum á Landspítala bjóðast fjölmörg tækifæri til sérhæfingar og starfsþróunar. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Þverfagleg teymisvinna og virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun teyma
» Málastjórn
» Samþætting félagslegra úrræða og gerð meðferðaráætlana
» Eftirfylgd í kjölfar útskrifta og samstarf við sveitarfélög vegna búsetumála
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu geðsviðs
» Virk þátttaka í fræðslustarfi

» Þverfagleg teymisvinna og virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun teyma
» Málastjórn
» Samþætting félagslegra úrræða og gerð meðferðaráætlana
» Eftirfylgd í kjölfar útskrifta og samstarf við sveitarfélög vegna búsetumála
» Markvisst samstarf með fjölskyldum og aðstandendum samkvæmt stefnu geðsviðs
» Virk þátttaka í fræðslustarfi

Hæfnikröfur » Félagsráðgjafamenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf á Íslandi
» Þekking á málaflokknum og á meðferð geðsjúkdóma er kostur
» Hæfni til þessa að vinna í fjölfaglegu teymi
» Skipulagshæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni
» Fjölskyldumeðferðamenntun æskileg

» Félagsráðgjafamenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf á Íslandi
» Þekking á málaflokknum og á meðferð geðsjúkdóma er kostur
» Hæfni til þessa að vinna í fjölfaglegu teymi
» Skipulagshæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni
» Fjölskyldumeðferðamenntun æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 19.08.2019 Nánari upplýsingar Anna Rós Jóhannesdóttir, annajoh@landspitali.is, 543 4082/ 825 3748 Margrét Ófeigsdóttir, margof@landspitali.is, 825 5071 LSH Félagsráðgjöf Hringbraut 101 Reykjavík