Starfsmaður í eldhús Landspítala

  • Landspítali
  • , 101 Reykjavík
  • 02/08/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf við uppþvott og matarskömmtun í einu stærsta framleiðslueldhúsi á Íslandi en þar eru framleiddar daglega um 5.000 máltíðir fyrir sjúklinga og starfsfólk spítalans. Á deildinni eru jafnframt reknir 10 matsalir fyrir starfsfólk (ELMA) og starfa þar rúmlega 100 manns af 13 þjóðernum.

Við leitum eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Um er að ræða fullt starf þar sem unnið á vöktum frá kl. 07-15 og kl.12-20, fjóra virka daga og aðra hvora helgi. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Uppþvottur í eldhúsi, unnið við færibönd á uppþvottavél og þrif á matarvögnum
» Skammta mat á færibandi í eldhúsi, máltíðir fyrir sjúklinga
» Frágangur og þrif á vinnusvæðum samkvæmt skipulagi

» Uppþvottur í eldhúsi, unnið við færibönd á uppþvottavél og þrif á matarvögnum
» Skammta mat á færibandi í eldhúsi, máltíðir fyrir sjúklinga
» Frágangur og þrif á vinnusvæðum samkvæmt skipulagi

Hæfnikröfur » Hæfni í mannlegum samskiptum
» Íslenskukunnátta er skilyrði
» Reynsla af starfi í eldhúsi kostur

» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Íslenskukunnátta er skilyrði
» Reynsla af starfi í eldhúsi kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 19.08.2019 Nánari upplýsingar Elísabet Katrín Friðriksdóttir, elisabef@landspitali.is, 543 1654 Sigrún Hallgrímsdóttir, sighallg@landspitali.is, 543 5205 LSH Framleiðslueldhús, uppþvottur Hringbraut 101 Reykjavík