Umsjónarmaður skjala og vaktskrár

  • Isavia
  • Flugvallarvegur, Reykjavík, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Isavia leitar að umsjónarmanni fyrir skjöl og vaktskrár flugstjórnarmiðstöðvar. Helstu verkefni er umsjón með útgáfu vaktaskráa, skráningar ásamt endurnýjun og framlengingu áritana og skírteina flugumferðarstjóra fyrir hönd deildarstjóra. Annast skráningar í gagnagrunna, útgáfu og dreifingu upplýsingabréfa, sérreglna og rekstrarhandbókarskjala.

 

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

• Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf

• Geta til að vinna undir álagi og góð skipulagshæfni

• Góð kunnátta í excel ásamt almennri tölvuþekkingu

• Gott vald á íslensku og ensku

 

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sigurðardóttir, yfirflugumferðarstjóri, thordis.sigurdardottir@isavia.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk.

Starfsstöð: Reykjavík