Hagfræðingur

 • Capacent
 • BSRB, Grettisgata, Reykjavík, Ísland
 • 09/08/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Sjávarútvegur

Um starfið

BSRB_400x150.png

BSBR óskar eftir að ráða hagfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og úthald í áhugaverðum verkefnum.

 

 

Hagfræðingur bandalagsins annast greiningar, safnar saman og tryggir gott aðgengi að upplýsingum um vinnumarkaðinn og byggir þannig undir ábyrga stefnumótun í ákvarðanatöku BSRB. Hagfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB en á skrifstofunni vinna 10 starfsmenn.

 

Starfssvið

 • Ábyrgð á rannsóknum og greiningum um vinnumarkaðinn
 • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins í samráði við formann og framkvæmdastjóra
 • Kemur að gerð kjarasamninga aðildarfélaga og bandalagsins
 • Fræðsla, ráðgjöf og almenn upplýsingamiðlun um hagfræðileg efni
 • Situr í ýmsum nefndum og ráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar BSRB

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í hagfræði
 • Marktæk reynsla af hagfræðistörfum
 • Þekking á eða reynsla af vinnumarkaðsmálum
 • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka
 • Hæfileikar til að starfa í hópi
 • Frumkvæði og metnaður

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2019