Fram­leiðslu­stjóri Akur­eyri

 • Capacent
 • Akureyri, Ísland
 • 09/08/2019
Fullt starf Iðnaðarmenn Stjórnendur

Um starfið

Nordlenska_400x150.png

Norðlenska óskar eftir að ráða árangursdrifinn og metnaðarfullan einstakling í starf framleiðslustjóra fyrirtækisins á Akureyri.

 

 

Framleiðslustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.

 

Starfssvið

 • Skipulag á slátrun og framleiðslu á Akureyri.
 • Starfsmannahald og þjálfun starfsmanna á Akureyri.
 • Þátttaka í gerð og eftirfylgni framleiðsluáætlana, kostnaðaráætlana og nýtingaráætlana.
 • Skipulagning innkaupa ásamt ábyrgð á hráefnis- og afuðalager á Akureyri.
 • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi.
 • Þátttaka í vöruþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða sveinspróf í kjötiðn.
 • Reynsla af framleiðslustýringu, verkefnastjórnun og mannaforráðum.
 • Leiðtogahæfni.
 • Góð tölvufærni og reynsla af notkun upplýsingatæknikerfa.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2019