Mark­aðs­stjóri

 • Capacent
 • Akureyri, Ísland
 • 09/08/2019
Fullt starf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Nordlenska_400x150.png

Norðlenska óskar eftir að ráða árangursdrifinn og metnaðarfullan einstakling í starf markaðsstjóra fyrirtækisins.

 

Markaðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra, á sæti í framkvæmdastjórn og er yfirmaður sölumála fyrirtækisins. Aðsetur viðkomandi getur verið í Reykjavík eða á Akureyri.

 

Starfssvið

 • Yfirumsjón með markaðs- og sölumálum fyrirtækisins.
 • Mótun, framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og sölustefnu.
 • Gerð markaðs- og söluáætlana.
 • Ábyrgð á markaðs- og auglýsingaefni félagsins.
 • Ábyrgð á vörudreifingu til viðskiptavina.
 • Þátttaka í stefnumótun og gæðastarfi.
 • Þátttaka í vöruþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði markaðs- eða viðskiptafræði.
 • Reynsla af stýringu markaðs- og kynningarmála.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri kostur.
 • Þekking og færni í samningagerð kostur.
 • Haldgóð tölvukunnátta.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
 • Þjónustulund og metnaður í starfi.

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2019