Framkvæmdastjóri - Samhjálp

  • Samhjálp
  • 09/08/2019
Fullt starf Stjórnendur

Um starfið

Samhjálp, meðferðar- og hjálparstofnun , auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með daglegum rekstri.
• Stefnumótun í samráði við stjórn.
• Samskipti við opinbera aðila.
• Hefur eftirlit með og stýrir allri fjáröflun sem framkvæmd er í nafni Samhjálpar.
• Starfsmannamál.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Skipulagshæfni.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Áreiðanleiki, trúmennska og árangurs- og þjónustumiðað viðhorf.
• Hæfni til að vinna í mörgum verkefnum í einu.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Þekking á áfengis- og vímuefnameðferð.
• Reynsla af stjórnun.
• Um er að ræða fullt starf.

Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst.

Umsókn óskast send á umsokn@samhjalp.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur veittur fyrir hæfi í starfið.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðfinna Helgadóttir formaður stjórnar sími 897 4935

Samhjálp var stofnað árið 1973. Samhjálp rekur meðferðarheimili í Hlaðgerðarkoti, fimm áfangahús, nytjamarkað, símaver, skrifstofu og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín. Starfsmenn Samhjálpar eru 25. Nánari upplýsingar um Samhjálp má nálgast á
www.samhjalp.is