HJÚKRUNARFORSTJÓRI - HÖFÐI

  • Hagvangur
  • Akranes, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Stjórnendur

Um starfið

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra lausa til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á öldrunarmálum og vilja til að takast á við krefjandi verkefni.

 

Hjúkrunarforstjóri hefur faglega forystu og ábyrgð á sviði hjúkrunar og umönnunar á heimilinu. Að auki stjórnar hjúkrunarforstjóri faglegri þróun, rekstri og starfsmannahaldi heimilisins á sviði hjúkrunar og umönnunar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfnikröfur
• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi 
• Menntun eða starfsreynsla á sviði öldrunarhjúkrunar eða stjórnunar er skilyrði
• Reynsla og þekking á rekstri á sviði öldrunarmála er æskileg
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er áskilin sem og hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega

 

Upplýsingar veita:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri,
sími 856 4302 - kjartan@dvalarheimili.is

Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi
geirlaug@hagvangur.is

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur til: 27. ágúst 2019