Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi

  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Vatnajökull, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar Önnur störf

Um starfið

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Skaftafelli, en vinnan fer að mestu fram á Jökulsárlóni. Staða yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi er tilvalin fyrir einstakling sem hefur áhuga á að gera landvörslu að heilsársstarfi. Vinna við deiliskipulag á Jökulsárlóni, og stjórnunar og verndaráætlun Breiðamerkursands, er í fullum gangi og hefur yfirlandvörður tækifæri á að taka þátt í mótun og skipulagningu á einstakri náttúrperlu Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér: 
-Miðlun upplýsinga og fræðsla til gesta og starfsmanna. 
-Eftirlit, m.a. á göngustígum og náttúru svæðis. 
-Dagleg verkstjórn og utanumahald um vinnu landvarða og verkamanna í samvinnu við aðstoðarmann þjóðgarðsvarðar á Höfn. Yfirlandvörður vinnur einnig almennar vaktir samkvæmt vinnufyrirkomulagi.
-Gerð vaktaplana og vaktlýsinga. 
-Samstarf, eftir því sem við á, við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila í samstarfi við næsta yfirmann.
-Önnur tilfallandi verkefni. 

Hæfnikröfur
Landvarðaréttindi og/eða víðtæk reynsla af landvörslu. 
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. 
Reynsla af verkstjórn og starfsmannahaldi. 
Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum. 
Þekking á starfsemi þjóðgarða og annarra verndarsvæða. 
Góð staðþekking á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. 
Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur. 
Gild skyndihjálpar- og ökuréttindi, aukin ökuréttindi kostur. 
Samskiptahæfni, skipulagsfærni og þjónustulund. 
Sjálfstæði og frumkvæði í störfum. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2019. Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem eru tilteknir meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar. 
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.08.2019

Nánari upplýsingar veitir
Steinunn Hödd Harðardóttir - steinunnhodd@vjp.is - 4708332
Helga Árnadóttir - helga@vjp.is