Launa- og rekstrarfulltrúi

  • Barnaverndarstofa
  • Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Barnaverndarstofa hefur í rúma tvo áratugi verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofan leitar að öflugum launa- og rekstrarfulltrúa í fullt starf. Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun með sex starfseiningar og rúmlega 90 starfsmenn. 

Helstu verkefni og ábyrgð: 
• Launavinnsla 
• Merking fylgiskjala til greiðslu og samþykkt rafrænna reikninga
• Bókhaldsmerking og frágangur fylgiskjala með innkaupakortum 
• Ýmis upplýsingagjöf til starfsmanna vegna kjaramála 
• Önnur tilfallandi verkefni tengd launavinnslu og bókhaldi 
• Aðstoð við símsvörun og afgreiðslu 

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf skilyrði
• Þekking og reynsla af sambærilegu starfi æskileg
• Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði 
• Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur 
• Mikilvægt er að búa yfir góðri samskiptafærni, hæfni til að vinna skipulega og ríkri þjónustulund
• Krafa um mjög góða íslenskunnáttu í ræðu og riti
• Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SFR. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. 

Umsóknarfrestur er til og með 2. september n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigurjónsdóttir, fjármála- og mannauðsstjóri Barnaverndarstofu í síma 530-2600 eða á netfanginu gudruns@bvs.is. Umsóknir óskast sendar á netfangið bvs@bvs.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.