Starf þar sem jafnrétti – virðing - gleði og faglegur metnaður ræður ríkjum

  • Hjallastefnan
  • 09/08/2019
Fullt starf / hlutastarf Kennsla

Um starfið

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og Garðabæ óskar eftir deildarstjórum með yfirumsjón á starfi 5 ára barna. Óskað er eftir leikskólakennara eða einstaklingi með sambærilega menntun.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleik. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi.
Barnaskólarnir bjóða upp á einstaklega gott starfsumhverfi með náttúruna allt í kring. Leikskólakennarar Hjallastefnunnar vinna sér inn styttingu vinnudags og með því er haft að leiðarljósi að aðstoða starfsfólk við að auka lífsgæði sín.

Starfsfólk hefur því styttri viðveru með börnum í 100% starfi sem tryggir aukna orku og gleði í starfi með börnum sem og í einkalífi.
Starfsfólk er í fríu fæði allan vinnudaginn og komið er til móts við séróskir um mataræði.

Hafir þú áhuga á að sækja um starfið sendist póstur á eftirfarandi:
Garðabær: lovisalind@hjalli.is
Hafnarfjörður: ingibjorgt@hjalli.is – hildur@hjalli.is