Lögfræðingur í reglusetningum

  • Fjármálaeftirlitið
  • Fjármálaeftirlitið, Katrínartún, Reykjavík, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Fjármálaeftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi með þekkingu á löggjöf á fjármálamarkaði og Evrópurétti.

Um er að ræða starf í hópi reglusetninga á sviði yfirlögfræðings. Sviðið hefur heildaryfirsýn yfir allt regluverk á fjármálamarkaði og hefur yfirumsjón með vinnu Fjármálaeftirlitsins þar að lútandi. Í því felst m.a. undirbúningur löggjafar, mótun reglna, leiðbeinandi tilmæla og viðmiða. Einnig að samræma innleiðingu á EES-gerðum fyrir fjármálamarkaðinn sem felur í sér þátttöku í innlendu og erlendu samstarfi.  

Svið yfirlögfræðings hefur, auk reglusetningarhlutverksins, ráðgjafarhlutverk gagnvart stjórn, forstjóra og öðrum sviðum Fjármálaeftirlitsins og annast samskipti við Alþingi, ráðuneyti og stjórnvöld auk þess að hafa fyrirsvar vegna dómsmála og annars ágreinings sem FME er aðili að.

Starfssvið:
• Setning og innleiðing reglna og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins.
• Yfirsýn yfir löggjöf og innleiðingar á EES-gerðum á fjármálamarkaði.
• Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi í tengslum við reglusetningar og innleiðingarmál.
• Ráðgjöf í tengslum við innleiðingarverkefni innan stofnunar og utan.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistara- eða embættispróf í lögfræði.
• Þekking á og reynsla af löggjöf á fjármálamarkaði og Evrópurétti.
• Reynsla af vinnu við undirbúning löggjafar og reglusetninga.
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
• Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar veita Guðrún Finnborg Þórðardóttir, forstöðumaður reglusetninga (gudrunf@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsstjóri (arni@fme.is).

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.