Forstöðumaður

  • Náttúrustofa Vestfjarða
  • Bolungarvík, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Rannsóknir Sérfræðingar Stjórnendur

Um starfið

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum, með aðsetur í Bolungarvík og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Verkefni Náttúrustofunnar varða fyrst og fremst öflun upplýsinga um náttúru og umhverfi Vestfjarða og úrvinnslu á þeim.

Náttúrustofa Vestfjarða sinnir fjölbreyttum verkefnum á sínu starfsssviði fyrir sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila. Auk þess sér Náttúrustofan um rekstur safna fyrir Bolungarvíkurkaupstað.

Helstu verkefni forstöðumanns:
• Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun mannauðs.
• Leiðir rannsóknir á verkefnasviði Náttúrustofunnar.
• Fjármál, áætlanagerð og innleiðing stefnumótunar í samstarfi við stjórn.
• Ábyrgð á verkefnasamningum við sveitarfélög á Vestfjörðum.
• Samskipti við stjórnvöld, aðildarsveitarfélög, önnur sveitarfélög á starfssvæðinu, samstarfsaðila og viðskiptavini.

Menntun og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í líffræði og framhaldsmenntun í dýrafræði, vistfræði eða sambærileg menntun.
• Reynsla af sjálfstæðum rannsóknum og skýrslugerð.
• Reynsla af styrkumsóknum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og uppbyggilegt viðmót.
• Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Náttúrustofa Vestfjarða er rekin skv. lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og er stofnunin rekin af sex sveitarfélögum á Vestfjörðum með stuðningi ríkisins. Náttúrustofa Vestfjarða er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið og hafa
með sér formlegt samstarf innan SNS, samtökum náttúrustofa.

Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2019

Upplýsingar veitir Friðbjörg Matthíasdóttir, fridbjorg@nave.is, sími 898 2563
Tekið við umsóknum á fridbjorg@nave.is