Verslunarstjóri

  • Útilíf
  • Höfuðborgarsvæðið, Ísland
  • 09/08/2019
Fullt starf Stjórnendur Verslun og þjónusta

Um starfið

Öflugur liðsmaður óskast til að taka að sér verslunarstjórn í annarri af verslunum ÚTILÍFS

Starfið felst í stjórnun á líflegum vinnustað þar sem allt byggist á ánægjulegri upplifun allra viðskiptavina. Verslunarstjóri þarf því að vera skipulagður, samviskusamur, heiðarlegur, jákvæður, lipur í mannlegum samskiptum og þjónustulundaður.

Hæfniskröfur:

Tölvukunnátta og menntun sem nýtist í starfinu.
Reynsla af sölustörfum og stjórnun.
Áhugi á íþróttum og útivist.

Umsóknir og frestur:
Áhugasamir sendi starfsumsókn ásamt ítarlegri ferilskrá til Harðar Magnússonar, hordurm@utilif.is, fyrir 21. ágúst 2019.