Sérfræðingur á sviði lífeindafræði

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 11/08/2019
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Ertu hugmyndaríkur, framsækinn og tilbúinn að taka þátt í að þróa nýtt og krefjandi starf sérfræðings í öflugu teymi okkar á rannsóknakjarna Landspítala. Þar fara fram greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í klínískri lífefnafræði og blóðmeinafræði. Á deildinni starfa á annað hundrað manns og leggjum við ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.

Við viljum ráða einstakling sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði lífeindafræði, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur af áhuga fyrir eflingu einstaklinga, gæðastarfi, teymisvinnu og jákvæðum úrlausnum mála. Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð » Er leiðtogi í þverfaglegri samvinnu
» Hefur umsjón með hæfnismati starfsmanna
» Vinnur að gæðamati, aðferðalýsingum og verklagsreglum
» Þróar, framkvæmir og metur nýjungar í rannsóknum ásamt stjórnendum deildar
» Skipuleggur og tekur þátt í kennslu eftir atvikum
» Skipuleggur og hefur umsjón með dvöl nema á deild
» Metur fræðsluþarfir starfsmanna, fræðir og metur árangurinn
» Hvetur og aðstoðar starfsmenn við að efla faglega færni og þroska
» Skipuleggur og tekur þátt í aðlögun nýliða
» Kynnir og veitir fræðslu um starfsemi deildar út á við

» Er leiðtogi í þverfaglegri samvinnu
» Hefur umsjón með hæfnismati starfsmanna
» Vinnur að gæðamati, aðferðalýsingum og verklagsreglum
» Þróar, framkvæmir og metur nýjungar í rannsóknum ásamt stjórnendum deildar
» Skipuleggur og tekur þátt í kennslu eftir atvikum
» Skipuleggur og hefur umsjón með dvöl nema á deild
» Metur fræðsluþarfir starfsmanna, fræðir og metur árangurinn
» Hvetur og aðstoðar starfsmenn við að efla faglega færni og þroska
» Skipuleggur og tekur þátt í aðlögun nýliða
» Kynnir og veitir fræðslu um starfsemi deildar út á við

Hæfnikröfur » Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur
» Íslenskt sérfræðileyfi sem lífeindafræðingur
» Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
» Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er kostur

» Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur
» Íslenskt sérfræðileyfi sem lífeindafræðingur
» Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
» Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
» Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. október 2019 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða dagvinnu á starfsstöðvum deildarinnar í Fossvogi og við Hringbraut.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfum. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf þar sem umsækjandi kynnir ástæðu umsóknarinnar og sýn sína á starfið.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 10.09.2019 Nánari upplýsingar Gyða Hrönn Einarsdóttir, gydahr@landspitali.is, 824 4626 LSH Rannsóknakjarni Hringbraut 101 Reykjavík