Skrifstofustjóri áhættustýringar

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavíkurborg, Borgartún, Reykjavík, Ísland
  • 12/08/2019
Fullt starf Fjármálastarfssemi Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra skrifstofu áhættustýringar.

Skrifstofa áhættustýringar er ný skrifstofa á kjarnasviði fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan fer með stefnumörkun og innleiðingu á heildstæðri áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg (ERM). Í því felst ábyrgð á framkvæmd áhættustýringar til samræmis við stefnu, ráðgjöf og fræðslu á sviði áhættustýringar, gerð leiðbeininga, þróun skýrslugerðar og miðlun upplýsinga. Skrifstofan ber ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum vegna A-hluta borgarsjóðs og tekur þátt í stefnumótun um fjármálastjórn og fjárhagslega áhættustýringu. Skrifstofan annast vöktun á horfum í efnahagsmálum og gerð greinargerða til borgarstjóra og borgarráðs um áhættur í rekstrarumhverfi borgarinnar. Um er að ræða úrlausn fjölbreyttra og krefjandi greininga og verkefna sem varða mikilvæga hagsmuni borgarinnar og borgarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar
• Ábyrgð á mörkun áhættustefnu og framkvæmd áhættustýringar
• Ábyrgð á kortlagningu og gerð áhættumats
• Ábyrgð á gerð áhættugreininga og sviðsmynda vegna reksturs borgarinnar
• Ábyrgð á mótun aðferðarfræði við áhættustýringu, kerfislegt utanumhald, skýrslugjöf og fl
• Ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum í rekstri og rekstrarumhverfi borgarinnar og framsetningu á reglubundnum áhættuskýrslum
• Annast vöktun efnahagsspár og greiningu á stöðu og horfum í efnahagsmálum
• Veitir ráðgjöf og fræðslu á sviði áhættustýringar
• Ábyrgð á leiðbeiningar-, eftirlits- og þróunarhlutverki á sviði áhættustýringar

Hæfniskröfur 

• Háskólagráða og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði áhættufræða, fjármálahagfræði, fjármálastærðfræði, fjármálaverkfræði eða aðgerðagreiningar
• Þekking og reynsla á sviði áhættustýringar
• Þekking á heildstæðri áhættustýringu (Enterprise Risk Management)
• Sterk rökhugsun, greinarhæfni og færni til að hafa yfirsýn yfir flókin og viðamikil verkefni
• Góð þekking á sviði tölfræði, líkanagerð og flókinni greiningarvinnu
• Reynsla að starfi tengdu stærðfræðilegum og hagfræðilegum greiningum, fjármálum fyrirtækja og/eða fjárhagslegri áhættustýringu er æskileg
• Þekking á sviði efnahagsmála, opinberra fjármála og fjármálamarkaða er æskileg
• Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
• Góð samskiptahæfni
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið  Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall  100% Umsóknarfrestur  26.08.2019 Ráðningarform  Ótímabundin ráðning Númer auglýsingar   7692 Nafn sviðs  Fjármálaskrifstofa Nánari upplýsingar um starfið veitir  Halldóra Káradóttir Tölvupóstur  halldora.karadottir@reykjavik.is